Þarf ég að fasta fyrir blóðsýnatöku?

Þú gætir þurft að fasta áður en þú ferð í blóðsýnatöku. Þetta er vegna þess að ákveðin prófgildi breytast í kjölfarið á neyslu matvæla.

Mælingar á blóðsykri (glúkósa), insúlíni og sumum blóðfitum (kólesteról, HDL, LDL og þríglyseríð) eru algeng dæmi.

Leiðbeiningar

Ef þú ert beðin(n) um að fasta fyrir blóðsýnatöku: Ekki borða eða drekka neitt (nema vatn) í 8 klukkustundir áður en þú ferð í blóðsýnatöku.

Ef læknirinn þinn hefur beðið um mælingar á blóðfitum eða insúlíni, þá verður þú að fasta í að minnsta kosti 12 klukkustundir. Þetta þýðir venjulega fasta frá kl. 20:00 kvöldinu áður. Þú mátt drekka vatn, en ekki ávaxtasafa, te eða kaffi. -Ekki reykja, tyggja tyggjó eða æfa. Þessi starfsemi getur örvað meltingafærin og breytt niðurstöðum úr prófunum.

Má ég drekka vatn?

Já, þú getur drukkið vatn en ekki annars konar drykki.

Ætti ég að halda áfram að taka lyfin mín?

Já, nema læknirinn segi þér að gera það ekki.

Má ég drekka ávaxtasafa?

Nei, bara vatn.

Má ég drekka kaffi?

Nei, ekki einu sinni svart án sykurs, og það sama á við um te. Þú getur drukkið vatn.

Má ég tyggja tyggjó?

Nei, ekki einu sinni sykurlaus. Tyggigúmmí örvar meltingarkerfið og getur breytt niðurstöðum úr prófunum.

Má ég reykja?

Nei, reykingar geta haft áhrif á niðurstöður prófa.

Má ég gera æfingarrútínuna mína?

Nei, hreyfing getur líka haft áhrif á niðurstöður prófa.

Hvenær á ég að koma á rannsóknarstofuna?

Flestum finnst þægilegt að fasta frá kl. 20:00 kvöldið áður og að mæta í blóðsýnatöku snemma næsta morgun.

Sameind
Rannsóknarstofa
© Copyright Sameind. Allur réttur áskilinn
Ármúla 32, 108, Reykjavík
sameind@sameind.is
Sími: 580-9500